Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Bergrún Íris fær Vestnorrænu barnabókaverðlaunin

Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2020.
 Mynd: VN

Bergrún Íris fær Vestnorrænu barnabókaverðlaunin

19.11.2020 - 10:21

Höfundar

Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2020.

Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn á bókmenntahátíðinni Bókadagar í Norræna húsinu í Þórshöfn, Færeyjum í gær. 

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að útgangspunktur bókarinnar sé veröld barnsins og þankagangur þess. „Það eru engar hindranir og ekkert er ómögulegt. Tekist er á við erfiðar tilfinningar, fjallað er um afbrýðissemi og dauðann án þess að sagan verði of sorgleg eða dramatísk. Gamansamar myndskreytingar styðja við söguþráðinn og víkka hann út á skemmtilegan hátt.“

Tilnefnd verk til verðlaunanna 2020 voru:

  • Færeyjar: Loftar tú mær? (Griber du mig?) eftir Rakel Helmsdal.
  • Grænland: Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat (Det smukkeste juletræ i verden) eftir Juaaka Lyberth.
  • Ísland: Langelstur að eilífu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Dómnefndir í Færeyjum, á Grænlandi og Íslandi tilefna hver sitt verk til verðlaunanna. Vestnorræn dómnefnd með einum fulltrúa úr hverri landsnefnd kemur saman til fundar og velur sigurverk meðal tilnefninga. 

Höfundur sigurverksins fær 60.000 DKK að launum.