Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Hvetur leiðtoga G20 til djarflegrar ákvarðanatöku

18.11.2020 - 00:37
epa07396932 United Nations (UN) Secretary-General Antonio Guterres speaks to the media, during an UN and ICRC joint statement on sexual and gender-based violence in conflict, at the European headquarters of the United Nations in Geneva, Switzerland, 25 February 2019.  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur leiðtoga G20 ríkjanna, sem koma saman í Sádi-Arabíu næstu helgi, til að sýna metnað og djörfung í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum.

Guterres segir að auðugari ríkjum beri að stuðla að frekara afnámi skulda þeirra fátækari. Hann segir í bréfi til leiðtoganna að meðal hlutverka þeirra nú sé að sjá til þess að þróunarríki geti tekist á við faraldurinn þannig að efnahagsleg lægð verði ekki að djúpri alheimskreppu.

Gefa þurfi greiðslufresti út árið 2021 sem nái ekki eingöngu til fátækari ríkja heldur jafnvel þeirra sem betur standa en eru í viðkvæmri stöðu vegna faraldursins. 

Hann segir jafnframt hættu á að ef ekki verði brugðist við muni 115 milljónir frammi fyrir gífurlegri fátækt og að matvælaskortur gæti valdið hungursneyð meðal 250 milljóna til viðbótar.