Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Grímur geta ekki komið í stað annarra sóttvarna

epaselect epa08825461 A woman wearing a protective face mask walks past coronavirus - themed graffiti depicting a medic in Bugry, outside St. Petersburg, Russia, 17 November 2020. In the past 24 hours, Russia registered 22,410 new cases caused by the SARS-CoV-2 coronavirus infection and a total of 442 coronavirus-related deaths.  EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Almennar ráðleggingar um grímunotkun til að forða kórónuveirusmiti minnka ekki hættuna á smiti um meira en helming, þar sem samskiptafjarlægð er höfð í heiðri og grímur annars lítið notaðar. Þetta er niðustaða danskrar rannsóknar þar sem reynt var að sýna fram á notagildi veirugríma gegn kórónuveirufaraldrinum.

Með öðrum orðum þá geta grímur ekki komið í staðinn fyrir aðrar sóttvarnaráðstafanir eins og tveggja metra reglu, sótthreinsun og persónulegar sýkingavarnir.

Mikill styr hefur staðið um grímunotkun vegna COVID-19 faraldursins. Mörg ríki, þar á meðal Ísland, hafa gripið til þess ráðs að skylda fólk til að nota grímur til þess að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins.

Rannsóknin, sem birt var í dag af vísindaritinu Annals of Internal Medicine, var framkvæmd af vísindafólki við Kaupmannarhafnarháskóla. Hún fór fram í apríl og maí og tóku rúmlega sex þúsund manns þátt. Allir voru prófaðir fyrir COVID-19 áður en þeir tóku þátt. Helmingur þátttakenda fékk í hendur grímur til að nota utan veggja heimilisins, í minnst þrjá tíma á dag, en hinn fékk boð um að gera það ekki.

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort að notkun gríma drægi úr líkum á smiti í umhverfi þar sem grímunotkun var ekki algeng eða hluti af sóttvarnarfyrirmælum yfirvalda. Af þeim hópi sem notaði grímur smituðust 42 (1,8%) af COVID-19 en 53 (2,1%) af þeim sem það ekki gerðu. Grímurnar sem notaður voru eru þriggja laga skurðstofugrímur.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru takmarkaðar við þær aðstæður sem hún var framkvæmd í. Það er þess vegna ekki hægt að herma niðurstöðurnar á aðstæður þar sem samskiptafjarlægð og önnur sóttvarnatilmæli eru ekki viðhöfð.

Henning Bundgaard, prófessor við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, segir í samtali við danska ríkisútvarpið DR virðast grímur veita 15-20% vörn gegn smiti en hann segir að tölurnar séu enn á reiki og ómögulegt að fullyrða hvort grímurnar séu til gagns eða ekki þegar koma skal í veg fyrir smit. Hann segir að munurinn á því hvort fólk beri grímur eða ekki sé ekki jafn mikill og búist hafi verið við.

Bandaríska sóttvarnareftirlitið, CDC, hefur fullyrt að grímunotkun gagnist bæði til að koma í veg fyrir að einstaklingar með COVID-19 smiti út frá sér og verji þá, sem ekki hafa sýkst, smiti. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV