Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Sagasti kjörinn forseti Perú

17.11.2020 - 06:19
epa08824374 Francisco Sagasti, elected new President of the Peruvian Congress and soon to be President of Peru, speaks with the press, in Lima, Peru, on 16 November 2020. President of the Peruvian Congress, Francisco Sagasti, who will assume the leadership of the State on 17 November, affirmed that he will do 'everything possible to restore hope to the citizens' of his country, after the serious political and social crisis unleashed during the last week. After being sworn in as President of the Legislature, the liberal parliamentarian, a 76-year-old industrial engineer, pointed out that the Peruvian Congress and Executive must 'show' their compatriots 'that they can trust' them and that they are 'responsible.'  EPA-EFE/Paolo Aguilar
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Perúska þingið kaus í gær hinn 76 ára iðnverkfræðing Francisco Sagasti í embætti forseta landsins, með 97 atkvæðum gegn 26. Sagasti er þriðji maðurinn til að bera forsetatitilinn í Perú á rúmri viku. Hann starfaði um árabil við Alþjóðabankann og er nýkjörinn þingmaður miðjuflokksins Morado. Honum er ætlað að gegna embættinu út júlí 2021, en þá hefði kjörtímabil fyrrverandi forseta, Martins Vizcarra, runnið á enda.

Þingið svipti Vizcarra forsetatigninni í síðustu viku vegna ásakana um spillingu. Sú aðgerð vakti mikla reiði meðal almennings, enda nýtur Vizcarra mun meiri lýðhylli en þingheimur. Um helmingur þingmanna á yfir höfði sér ákærur fyrir ýmsar sakir, og þá einkum fyrir spillingarmál af einhverju tagi.

Mannskæð mótmæli og stjórnarkreppa

Þegar Vizcarra var sviptur embætti tók þingforsetinn Manuel Merino við, eins og lög gera ráð fyrir að þingforseti geri undir slíkum kringumstæðum. Kjósendur brugðust við því með hörðum og fjölmennum mótmælum. Þau þróuðust út í blóðug átök við öryggissveitir og kostuðu tvö mannslíf áður en yfir lauk. Merino sagði af sér í framhaldinu og alvarleg stjórnarkreppa blasti við. Hvort Sagasti tekst að leysa hana og lægja reiðiölduna í landinu á eftir að koma í ljós.