Frakkar hyggjast byrja að bólusetja fólk gegn kórónuveirunni í janúar, svo fremi að lyfjafyrirtæki hafi fengið bóluefnin viðurkennd hjá eftirlitsstofnunum og geti afhent þau. Stjórnvöld óttast hins vegar að milljónir landsmanna neiti að láta bólusetja sig.