Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Dragon Resilience komin til alþjóðlegu geimstöðvarinnar

Mike Hopkins (t.v.) og Victor Glover fylgjast grannt með mælaborði og skjám þegar Dragon Resilience nálgast alþjóðlegu geimstöðina ISS aðfaranótt 17. nóvember, eftir sína fyrstu fólksflutningaferð á vegum NASA og JAXA.
Mike Hopkins (t.v.) og Victor Glover fylgjast grannt með öllu á síðustu metrunum að alþjóðlegu geimstöðinni ISS Mynd: AP
Geimflaugin Resilience lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Resilience er Dragon-fólksflutningaflaug úr smiðju bandaríska einkafyrirtækisins SpaceX, sem skotið var á loft frá Canaveralhöfða í Flórída á sunnudagskvöld. Fjórir menn eru um borð, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani.

Markmiðið er að þetta verði aðeins fyrsta ferð Resilience af mörgum til geimstöðvarinnar með mannskap og birgðir innanborðs. ISS er rekin af Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA), Rússlands (Roscosmos), Japans (JAXA), Evrópu (ESA) og Kanada (CSA). Eftir að NASA lagði síðustu geimferju sinni sumarið 2011 hafa Rússar séð um alla fólks- og birgðaflutninga til stöðvarinnar, þar til nú. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV