Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Fimmta stigs fellibylur nálgast Mið-Ameríku

16.11.2020 - 17:50
epa08820605 A handout photo made available by the Government of Antioquia department that shows shows vehicles trapped at the place where a landslide occurred due to heavy rains on the Uramita-Dabeiba road, in Antioquia, Colombia, 14 November 2020. At least three people died and twelve more are missing due to landslides caused by the heavy rains that hit the Colombian municipality of Dabeiba, in the Antioquia department (northwest), confirmed local authorities. The storm Iota is expected to produce rains until next Wednesday in Honduras and parts of Nicaragua, Guatemala, El Salvador and Belize, as well as in sectors of Colombia, Panama, Costa Rica and Jamaica.  EPA-EFE/Government of Antioquia HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Almannavarnir Kólumbíu
Hitabeltisstormurinn Iota, sem nálgast ríki í Mið-Ameríku er orðin fimmta stigs fellibylur. Gert er ráð fyrir að hann valdi manntjóni og mikilli eyðileggingu í Níkaragva og Hondúras.

Vindhraðinn í Iota var síðdegis kominn í 65 metra á sekúndu og fór í 72 í hviðum. Fellibyljamiðstöðin í Miami varar við ofsalegum vindi, beljandi rigningu og mikilli ölduhæð. Minnt er á að fimmta stigs fellibyljir séu lífshættulegir og valdi miklu eignatjóni. Búast megi við að hús hrynji, raflínur slitni og tré brotni, svo nokkuð sé nefnt. Einnig má gera ráð fyrir flóðum vegna úrhellisins. Jafnvel má reikna með að óbúandi verði í vikur eða mánuði á svæðum sem fellibylurinn fer um. 

Útlit er fyrir að Iota nái landi í norðausturhluta Níkaragva og austurhluta Hondúras seint í kvöld. Íbúarnir eru enn ekki búnir að jafna sig eftir fellibylinn Eta sem fór yfir á dögunum og olli miklu tjóni og mannskaða. Þegar Iota fór yfir hluta Kólumbíu varð töluvert tjón þegar aurskriður féllu og ár flæddu yfir bakka sína. Að minnsta kosti þrír fórust og tólf er saknað.

Fleiri hitabeltisstormar og fellibyljir hafa myndast á Atlantshafi á þessu ári en undanfarin ár. Margir vísindamenn telja það stafa af loftslagsbreytingum.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV