Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Vinna hvítbók um áhrif loftslagsbreytinga á hafið

Mynd með færslu
 Mynd:
Hafrannsóknastofnun vinnur nú að gerð skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi hafsins í kringum Ísland, svokallaðrar hvítbókar. Rannsaka á umhverfis- og vistkerfisbreytingar og mögulegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Stefnt er að því að skýrslan verði tilbúin í apríl.

Í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að vinnan sé unnin að frumkvæði Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann hafði orð á gerð slíkrar skýrslu á ársfundi Hafrannsóknastofnunar fyrir ári og tilkynnti á ársfundi hennar á föstudag að samið hefði verið um gerð skýrslunnar. Í skýrslunni verður fjallað um þróun umhverfisbreytinga og stöðu þekkingar á bæði þeim breytingum og samspili umhverfisbreytinga og annarra þátta. Líkleg þróun vistkerfisins verður könnuð og skoðað hvaða tegundir hafa orðið fyrir miklum áhrifum af breyttu umhverfi.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði á ársfundinum að von hans væri sú að hvítbókin gæti nefnst stjórnvöldum, hagsmunaaðilum og fræðasamfélaginu til margvíslegrar ákvarðanatöku.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV