Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Minnast fórnarlamba umferðarslysa í dag

15.11.2020 - 20:00
Mynd: RÚV / RÚV
1.587 manns hafa látið lífið í umferðinni hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð fyrir 105 árum. Þeirra var minnst víða um land í dag á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa.

Minningarathafnir fóru fram með óhefðbundnum hætti vegna faraldursins. 
Kveikt var á kertum fyrir utan Björgunarmiðstöðina við Skógarhlíð í Reykjavík og þá var haldin minningarstund við Gróubúð úti á Granda.

Þá var nú undir kvöld streymt frá athöfnum á Siglufirði, í Vestmannaeyjum og undir Ingólfsfjalli á Suðurlandi.