Samkvæmt varðstjóra hjá slökkviliðinu varð ökumaður bílsins var við að reykur kom upp úr húddinu. Hann stöðvaði því bílinn á afrein og kallaði eftir aðstoð. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem var staðbundinn í vélarrými, en líklegt má telja að bíllinn sé ónýtur.
Þá fékk slökkviliðið tilkynningu um mögulegan eld í húsi í Barmahlíð undir kvöld. Iðnaðarmenn sem voru að störfum við þak fundu brunalykt, og reyndist glóð vera á milli þilja. Slökkviliðið stóð vaktina í nokkurn tíma til þess að tryggja að vettvangurinn væri öruggur og að eldur myndi ekki breiðast út vegna þess.
Fréttin hefur verið uppfærð.