Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

17 ný innanlandssmit og tólf af þeim í sóttkví

14.11.2020 - 10:58
Mynd með færslu
Biðraðir eftir COVID-sýnatöku heyra vonandi sögunni til Mynd: RÚV - Ljósmynd
17 ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust í gær. Af þeim voru tólf í sóttkví og því fimm ekki í sóttkví við greiningu. Fleiri sýni voru tekin innanlands en í fyrradag, eða um 1.200.

Eitt smit greindist á landamærum en beðið er eftir mótefnamælingu. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er komið niður í 76,9 en það var 87,8 í gær. Þá greindust átta smit.

Töluvert fækkar í einangrun milli daga, en nú eru 394 í einangrun og 657 í sóttkví. 62 eru hins vegar á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.