Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Refsingar við hryðjuverkum hertar í Austurríki

12.11.2020 - 15:07
epa08794547 Austrian police gather after multiple shootings in the first district of Vienna, Austria, 03 November 2020. According to recent reports, at least three persons are reported to have died and many are seriously injured in what officials treat as a terror attack which took place in the evening of 02 November.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Austurríki kynntu í dag hertar refsingar við hryðjuverkum. Heimilt verður að halda dæmdum hryðjuverkamönnum í fangelsi í ótilgreindan tíma. Sebastian Kurz kanslari sagði þegar hann kynnti ákvarðanir stjórnarinnar að hið sama ætti að gilda um þá og geðveika afbrotamenn.

Þá verður pólitísk starfsemi íslamskra samtaka bönnuð. Yfirvöld fá einnig rýmkaðar heimildir til að loka moskum þar sem öfga-íslamistar koma saman. Að sögn austurrískra fjölmiðla vildi Frelsisflokkurinn ganga enn lengra en stjórnarflokkarnir. Frjálslyndir og Jafnaðarmenn eru sagðir efins um þessar nýjustu aðgerðir. Til þeirra er gripið eftir að hryðjuverkamaður varð fjórum að bana í hjarta Vínarborgar fyrr í þessum mánuði.