Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Uppljóstrari sagður hafa dregið frásögn sína tilbaka

epa08799524 Demonstrators rally outside of City Hall about the 2020 Presidential election in Philadelphia, Pennsylvania, USA, 04 November, 2020. Counting of mail-in ballots in Pennsylvania began on 03 November and is expected to stretch to 06 November.  EPA-EFE/TRACIE VAN AUKEN
Trump og stuðingsfólk hans hefur haldið á lofti kröfunni um að telja skuli hvert atkvæði, og þar með ýjað að því að sú sé ekki raunin. Öll atkvæði í tveimur fjölmennustu kjördæmum Wisconsin voru endurtalin, að kröfu forsetans. Niðurstaðan var sú sama: Biden sigraði. Mynd: EPA
Uppljóstrari sem fullyrti að yfirmaður póstsins í Erie, Pennsylvaníu, hefði fyrirskipað starfsmönnum sínum að breyta dagsetningum á atkvæðum sem bárust með póstsendingu eftir kjördag, er sagður hafa dregið þann framburð sinn til baka. Sjálfur birti hann myndskeið á You Tube þar sem hann hafnaði slíkum fréttaflutningi.

Stuðningsmenn Donald Trumps hafa sagt frásögn Hopkins vera skýra vísbendingu um kosningasvik.

Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham vitnaði meðal annars til orða Hopkins í yfirlýsingu sinni  til dómsmálaráðuneytisins um að rannsaka þyrfti meint kosningasvik.  Framboð Donald Trumps vísaði einnig til þessara ummæla Hopkins þegar það fór þess á leit fyrir dómstólum að Joe Biden yrði ekki lýstur sigurvegari í Pennsylvaníu.  Trump hefur lýst Hopkins sem „hugrökkum föðurlandsvin.“

Washington Post segist hafa heimildir fyrir því að Hopkins hafi dregið þessa frásögn sín tilbaka á fundi með rannsakendum og viðurkennt að hún ætti ekki við rök að styðjast.  Póstmálastjóri Bandaríkjanna hafi upplýst allsherjarnefnd Bandaríkjaþings um þetta.

New York Times greindi einnig frá þessu í gærkvöld og bendir á í frétt sinni að aðeins 130 atkvæði af 135 þúsund hafi borist eftir kjördag í Erie-sýslu.   

Yfirmaður póstsins í Erie hefur hafnað ásökunum Hopkins, meðal annars með færslu á Facebook. Þar sagðist hann ítrekað hafa þurft að kalla hann á teppið að undanförnu vegna brota í starfi. 

Hopkins var vikið frá störfum tímabundið á mánudag og beðinn um að snúa ekki aftur til starfa fyrr en rannsókn væri lokið.  Washington Post sagði hann ekki hafa svarað neinum skilaboðum né tekið síma.

Hann birti aftur á móti myndskeið á You Tube þar sem hann hafnaði þessum fréttum.  Stuðningsmenn hans hafa fullyrt að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu sem hann skildi ekki.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV