Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hvít jörð blasti við Akureyringum í morgunsárið

11.11.2020 - 09:39
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Hvít jörð blasti við Akureyringum í morgunsárið. Snjórinn ætti þó að hafa stutta viðkomu en hiti er nú um fjórar gráður og við búið að snjórinn hverfi að mestu þegar líður á daginn. Það fór að snjóa seint í gærkvöldi en stytti upp snemma í morgun.

Víða hálka á fjallvegum

Hálka eða hálkublettir eru víða um land eftir nóttina. Éljagangur er á Hellisheiði og Þrengslum. Snjóþekja er á Fjarðarheiði og austur yfir Hófaskarð. Þá er þæfingur við sunnanvert Mývatn og Hólasand.

Á Norðurlandi er víða snjóþekja og hálka, á Öxnadalsheiði er hálka en hálkublettir á Ólafsfjarðarvegi. Á Suðvesturhorni er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Það sama á við um Vesturland og Vestfirði en snjóþekja er á Kleifaheiði og á Dynjandisheiði. Nánari upplýsingar um færð og veður má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Akureyri í morgunsárið
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV