Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

26 ný innanlandssmit, 19 voru í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot - RÚV
26 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru 19 í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr tveimur sýnum sem voru tekin við landamærin.

Nýgengi heldur áfram að lækka og er nú 112,6, í gær var það 129,

Þá fækkar í hópi þeirra sem eru í einangrun, 542 eru nú í einangrun en í gær voru það 569. 68  eru á sjúkrahúsi, en þeim hefur fækkað um tvo frá því í gær.  Þrír eru á gjörgæslu með COVID-19. 

 

 

 

 
annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir