Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Saeb Erekat sagði stuðning Íslendinga skipta máli

Mynd: Karl Sigtryggsson-RÚV / RÚV
Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sem lést í dag sagði í VIðtalinu árið 2008 að stuðningur Íslendinga við málstað Palestínumanna skipti máli. Erekat lést af völdum COVID-19. Erekat var einn þekktasti talsmaður Palestínumanna og tók þátt í nær öllum friðarviðræðum við Ísrael frá árinu 1991. Hann kom til Íslands árið 2008 í fylgd Mahmoud Abbas, þáverandi og núverandi forseta Palestínu. Hann var gestur Boga Ágústssonar og Karls Sigtryggssonar í lok apríl 2008.

Menntaður í Bandaríkjunum og Bretlandi

Erekat var stjórnmálafræðingur, menntaður í Bandaríkjunum og með doktorsgráðu frá Bretlandi. Erekat var einn reyndasti stjórnmálamaður Palestínumanna og var náinn samstarfsmaður Yassirs Arafats áður en hann lést og  síðar Mahmoud Abbas, sem tók við af Arafat sem forseti Palestínu. Erekat var þingmaður og ráðherra.

Abbas Palestínuforseti minntist Erekats í morgun og sagði dauða hans mikið áfall fyrir Palestínumenn. 
 

 

bogia's picture
Bogi Ágústsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir