Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Erdogan sendir Joe Biden hamingjuóskir

epa05121029 CAPTION CORRECTION: CORRECTS PALACE NAME in epa05120981 ; epa05121006 ; epa05121007 ; epa05121008 ; epa05121009 = US Vice President Joe Biden (L) chats with Turkish President Recep Tayyip Erdogan (R) after a meeting at the Yildiz Mabeyn Palace in Istanbul, Turkey, 23 January 2016. Biden is in Turkey for a two day visit and is scheduled to meet both, Turkish president Recep Tayyip Erdogan and Prime Minister Ahmet Davutoglu.  EPA/SEDAT SUNA / POOL CAPTION CORRECTION: CORRECTS PALACE NAME
 Mynd: EPA
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sendi Joe Biden hamingjuóskir í dag fyrir að hafa sigrað Donald Trump í forsetakosningunum fyrir viku. Jafnframt óskaði hann bandarísku þjóðinni friðar og velsældar og kvaðst vonast til þess að Tyrkir og Bandaríkjamenn ættu eftir að vinna náið saman í framtíðinni.

Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa enn látið ógert að senda Joe Biden og Kamölu Harris, verðandi varaforseta, heillaóskir. Þeirra á meðal er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Hann kveðst ætla að bíða með það þar til Biden hefur formlega verið lýstur sigurvegari kosninganna.
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV