Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

24. andlátið af völdum COVID-19

10.11.2020 - 08:51
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Einn sjúklingur sem lá inni á Landspítalanum vegna COVID-19 veikinnar lést síðasta sólarhringinn. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans þar sem aðstandendum er vottuð samúð.

Þetta er sjötti sjúklingurinn sem andast af völdum faraldursins síðustu þrjá daga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að fimm hefðu látist um helgina og að sjötta andlátið væri yfirvofandi.

24 hafa nú látist hérlendis af völdum COVID-19 faraldurins. Tíu létust í fyrstu bylgjunni. Fjórtán hafa látist í þriðju bylgjunni.