Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Ólík sýn á vægi heimahjúkrunar og -þjónustu

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Valbjörn Steingrímsson fyrrverandi forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi segir engar sannanir fyrir því að alltaf sé betra að sinna öldruðu fólki á heimilum þess en að það flytji á öldrunarheimili, ef vilji og heilsubrestur kalli á það.

Morgunblaðið hefur þetta eftir Valbirni en Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður og öldrunarlæknir segir að bæta þurfi heimaþjónustu og -hjúkrun. Hann segir það verða hagkvæmara fyrir samfélagið og heppilegra fyrir það fólk sem nýti þjónustuna.

Valbjörn Steingrímsson segir dýrt að halda heimili, að lífeyrir standi ekki undir því og því skapist hætta á vanlíðan, fátækt og einsemd. Haft er eftir Ólafi að  í framtíðinni muni eldra fólk þó heldur vilja búa áfram á eigin heimili.

Morgunblaðið vitnar einnig í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem segir of mikla áherslu lagða á að eldra fólk fari á hjúkrunarheimili þegar oft væri hægt að mæta þörfum þess með auknum stuðningi heima. Þó þurfi engu að síður að fjölga hjúkrunarhrýmum sem unnið sé að.