
„Mikilvægur kafli að hefjast“
Magnús segir það traustvekjandi að yfir 40 þúsund manns tóku þátt í prófunum á bóluefnin. Tvær aðrar rannsóknir eru nú langt komnar og búast megi við að frumniðurstöður birtist úr þeim á næstu vikum. „Vonandi gefa þær rannsóknir til kynna að árangurinn sé góður af notkun þessara bóluefna því að þó að þetta sé mjög mikilvægt og jákvætt skref þá er afskaplega mörgum spurningum ósvarað ennþá.“
Þær snúi meðal annars að langtíma aukaverkunum sem verða skoðaðar næstu tvö árin. Þá þarf að skoða hvernig geyma eigi efnið en það er þess eðlis að það verður að geymast í að minnsta kosti 80 stiga frosti. Þá þarf fyrirtækið að sýna fram á hvernig framleiðslu og dreifingu verði háttað.
Þetta, auk niðurstaða annarra rannsókna, ráði miklu um hvenær hægt verði að dreifa bóluefni. „Ég held að það sé ekki hægt að fullyrða nákvæmlega hvernig það þróast en ég er bjartsýnn á að það geti gerst með vorinu, á fyrri hluta næsta árs, 2021.“