Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Trump segist hafa skriflegar sannanir fyrir svindli

epa08802879 (FILE) - US President Donald J. Trump speaks during the presidential TV debate in the Curb Event Center at Belmont University in Nashville, Tennessee, USA, 22 October 2020 (reissued 06 November 2020). According to media reports citing election officials, US Democratic Presidential candidate Joe Biden has taken the lead in Pennsylvania. An official win of the state would push Biden over the 270 electoral votes necessary to become the 46th President of the United States.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skriflega vitnisburði um að rangt hafi verið haft við í nýafstöðnum forsetakosningum. Hann segir að óljóst sé hverjir hafi greitt talsverðan fjöldi atkvæða í Pennsylvaníuríki og segir að ekki hafi verið gætt að því að fólk færði sönnur á að það væri það sem það sagðist vera.

Í röð færslna á Twitter-síðu sinni skrifar Trump að kanna eigi hvort fótur sé fyrir ásökunum hans um kosningasvindl. 

„Við höfum séð fjölda skriflegra vitnisburða um kosningasvindl. Bandaríkin eiga sér sögu um vandræði við kosningar,“ skrifar forsetinn. Hann nefnir sérstaklega borgirnar Fíladelfíu og Detroit í þessu sambandi og segir að  meira en eitt hundrað milljón atkvæði hafi þar verið send með pósti.