
Hvað á að kalla karlinn?
„Second gentleman“ er það orð sem flestir leggja til, enda hefur heitið „First gentleman“ verið notað yfir karlkyns maka ríkisstjóra. „Second spouse“ og „Vice-presidents husband“ hafa líka verið nefnd í þessu sambandi. Sjálfur hefur Emhoff sagt að honum standi á sama hvað hann verði kallaður, það sé algert aukaatriði.
Blind date, love at first sight, marriage, family, and an incredible life together. Through it all, no matter what, she is ALWAYS there for me and our family without hesitation.
Happy Birthday to my amazing wife @KamalaHarris!
And her birthday wish...VOTE EARLY!
Love you! pic.twitter.com/7K8iZMkhJf
— Doug Emhoff (@DouglasEmhoff) October 20, 2020
Emhoff er 56 ára gamall lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum tengdum skemmtana- og afþreyingariðnaðinum. Hann er meðeigandi í stórri lögfræðistofu í Los Angeles, en hefur verið í hléi frá störfum síðan í ágúst þegar Harris tilkynnti um framboð sitt og hefur einbeitt sér að störfum fyrir kosningabaráttu eiginkonu sinnar og Bidens.
Þau Harris kynntust árið 2013 og giftu sig ári síðar. Hann á tvö uppkomin börn af fyrra hjónabandi.
From all staff/family call last night. I’m so proud of my wife @KamalaHarris even prouder of this entire @JoeBiden team. Let’s get this done! pic.twitter.com/XK4mUFnwM6
— Doug Emhoff (@DouglasEmhoff) November 3, 2020
Eiginmaður- eða kona varaforseta Bandaríkjanna hefur engum lagalegum skyldum að gegna, en hefðin hefur verið sú að eiginkonur varaforseta hafa staðið fyrir ýmsum félagslegum viðburðum, verið verndarar góðgerðarmála og tekið þátt í formlegum atburðum, gjarnan í samstarfi við forsetafrúna. Þá hafa þær oft tekið tiltekinn málaflokk upp á sína arma.
Emhoff hyggst beita sér fyrir því, sem eiginmaður varaforseta Bandaríkjanna, að vekja athygli á því að allir eigi rétt á lögfræðiaðstoð.