Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur sent nýkjörnum forseta og varaforseta Bandaríkjanna, Joe Biden og Kamölu Harris, heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Forseti áréttaði í kveðjum sínum rótgróna samvinnu og vináttu þjóðanna tveggja og langa sameiginlega sögu.
Í kveðju forsetans segir að þótt Bandaríkin séu eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta, deili þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; frelsi til hugsana og tjáningar, jöfnum rétti allra borgara, jafnrétti kynjanna, umburðarlyndi og fjölbreytni í samfélaginu.