Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Alexandra Ýr var kjörin ritari Samfylkingarinnar

Mynd með færslu
 Mynd: Alexandra Ýr
Landsfundur Samfylkingarinnar sem enn stendur í Reykjavík hefur samþykkt stjórnmálaályktun flokksins samhljóða. Þar er kallað eftir markvissum aðgerðum til að bregðast við verstu atvinnukreppu seinni tíma. Alexandra Ýr van Erven var kjörin ritari flokksins með 64% atkvæða.

Í ályktuninni segir að stíga þurfi afgerandi skref í átt að grænni framtíð og sjálfbæru og réttlátu samfélagi.

Samfylkingin krefst þess að stjórnvöld setji fram skýra og útfærða áætlun um fjölgun starfa, eflingu velferðar og að ráðist verði í kraftmikla græna uppbyggingu um land allt.