Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Minnst tólf látnir í óveðri í Mið-Ameríku

06.11.2020 - 01:24
epa08800621 Inhabitants walk through an affected area after the heavy rains associated with the passage of the storm ETA through Central America in Chiriqui, Panama, 05 November 2020. The authorities have reported at least 8 missing people and hundreds of families affected, in addition to houses destroyed by the waters or landslides after, now a Tropical Depression Eta hit the country.  EPA-EFE/MARCELINO ROSARIO
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Stormurinn Eta, sem fer nú yfir Mið-Ameríku í formi hitabeltislægðar, hefur orðið minnst tólf manns að bana. Heimili þúsunda í Níkaragva, Hondúras og Gvatemala voru hrifsuð á brott í aurskriðum af völdum óveðursins.

Fjórir létu lífið í aurskriðum í Gvatemala, þar á meðal tvö börn. Eins létu tvö börn lífið í aurskriðum í Hondúras, og skriða varð hjónum í Kosta Ríka að bana.

Eta náði landi í Mið-Ameríku á þriðjudag sem fjórða stigs fellibylur. Svæði við norðurströnd Níkaragva eru nánast í rúst af völdum óveðursins. Með lægðarkerfinu fylgir úrhelli, og vara almannavarnir í Hondúras höfuðborgarbúa í Tegucigalpa við því að óveðrið sé á leið þar yfir. Þrjú þúsund var forðað frá heimilum sínum á miðvikudag áður en lægðin kom. Margir íbúar í norðanverðu Hondúras urðu að flýja upp á húsþök þegar flæddi að húsum þeirra.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV