Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Éljagangur í dag en hlýnar eftir helgi

06.11.2020 - 06:41
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
Óveðurslægð gærdagsins er komin norður fyrir land og fjarlægist en Veðurstofan spáir éljagangi í dag í stífri suðvestanátt, 10 til 18 metrum á sekúndu.

Léttskýjað og bjart verður norðaustan- og austanlands. Hiti verður yfirleitt frá frostmarki að fimm stigum. Í kvöld gerir Veðurstofan ráð fyrir hægara veðri og úrkomuminna.

Á morgun er spáð sunnan- og suðvestanátt, þegar ný lægð fer til norðausturs fyrir vestan landið. Gert er ráð fyrir suðlægum áttum og vindstyrk á bilinu átta til 15 metrar á sekúndu víðast hvar.

Skýjað og rigning eða slydda verður með köflum sunnan- og vestanlands en annars verður þurrt en skýjað. Veðurstofan segir útlit fyrir heldur hægari vind á sunnudag og nánast enga úrkomu en hlýna tekur á mánudag. Þá er búist við suðaustan átt með rigningu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV