Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Flóttamaður óskar hælis í Suður-Kóreu

05.11.2020 - 09:15
epa08489851 A North Koren frontier post (top) and a South Korean frontier post (front) face each other across the inter-Korean border near the city of Paju, Gyeonggi-do, South Korea, 17 June 2020. Tension has risen between the two Koreas after Pyongyang blew up the Seoul-built inter-Korean liaison office in the North Korean border town of Kaesong on 16 June.  EPA-EFE/JEON HEON-KYUN
Varðstöðvar á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Norður-Kóreumaður sem flýði til Suður-Kóreu í gær hefur óskað þar hælis. Embættismenn í Seoul greindu frá þessu í morgun.

Þetta er fyrsti Norður-Kóreumaðurinn sem flýr til Suður-Kóreu á þessu ári. Hann var handsamaður á vopnlausa svæðinu sem skilur að Kóreuríkin, en sést hafði til hans á leiðinni yfir landamærin. Hann fannst eftir fjórtán klukkustunda leit.

Yfirmenn í Suður-Kóreuher telja að maðurinn hafi komist óáreittur yfir landamærin vegna þess að skynjarar hafi ekki virkað sem skyldi, hugsanlega eftir óveður sem þar hafa gengið yfir.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV