Varðstöðvar á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Norður-Kóreumaður sem flýði til Suður-Kóreu í gær hefur óskað þar hælis. Embættismenn í Seoul greindu frá þessu í morgun.
Þetta er fyrsti Norður-Kóreumaðurinn sem flýr til Suður-Kóreu á þessu ári. Hann var handsamaður á vopnlausa svæðinu sem skilur að Kóreuríkin, en sést hafði til hans á leiðinni yfir landamærin. Hann fannst eftir fjórtán klukkustunda leit.
Yfirmenn í Suður-Kóreuher telja að maðurinn hafi komist óáreittur yfir landamærin vegna þess að skynjarar hafi ekki virkað sem skyldi, hugsanlega eftir óveður sem þar hafa gengið yfir.