Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Bresk stjórnvöld greiða áfram tekjufallsstyrki

epa08798796 A handout photo made available by the UK Parliament shows Britain's Chancellor of the Exchequer Rishi Sunak during the Prime Minister's Questions (PMQs) in the House of Commons at Parliament in London, Britain, 04 November 2020.  EPA-EFE/JESSICA TAYLOR/UK PARLIAMENT / HANDOUT MANDATORY CREDIT: JESSICA TAYLOR / UK PARLIAMENT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - UK PARLIAMENT
Bresk stjórnvöld ætla að halda áfram fram í mars að veita fjármagni til að koma til móts við fólk sem hefur orðið fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins.

Rishi Sunak fjármálaráðherra tilkynnti þetta í breska þinginu í dag, samdægurs og mánaðarlangt útgöngubann tekur gildi á Englandi.

Ætlunin var að aðgerðir í þessa átt stæðu fram í desember en ríkisstjórnin ákvað að framlengja þær. „Mikil fjárhagsleg óvissa blasir áfram við og er nauðsyn að halda greiðslum áfram,“ sagði ráðherrann þegar hann tilkynnti áformin í þinginu.

Með greiðslunum er milljónum starfsfólks einkarekinna fyrirtækja tryggt allt að 80% launa sinna. Ákvörðunin var tekin eftir að Englandsbanki gerði kunnug í dag þau áform sín að veita 150 milljörðum punda inn í þungt haldið efnahagslíf Bretlands.

Útgöngubannið sem tók gildi á Englandi í dag er með sama hætti og verið hefur í Wales og á Norður-Írlandi. Enn sem komið er hefur ekki þurft að grípa til jafnharðra aðgerða í Skotlandi meðan á yfirstandandi bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar stendur.