Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Banvæn sprenging í efnageymslu á Indlandi

05.11.2020 - 04:35
Erlent · Asía · Indland
A man walks on the debris at the site of fire at a factory in an industrial area on the outskirts of Ahmedabad, India, Wednesday, Nov. 4, 2020. Several people were killed on Wednesday when a portion of a godown of chemicals collapsed after a powerful explosion ripped through it, officials said. (AP Photo/Ajit Solanki)
 Mynd: AP
Minnst tólf eru látnir eftir að efnageymsla hrundi af völdum mikillar sprengingar á vestanverðu Indlandi í gær. Að sögn Al Jazeera fréttastofunnar varð sprengingin í útjaðri Ahmedabad í Gujarat héraði. Haft er eftir slökkviliðsmanni að fimm konur hafi verið meðal hinna látnu, og níu hafi verið fluttir á sjúkrahús eftir slysið.

Yfir fimmtíu slökkviliðsmenn á 24 dælubílum réðu niðurlögum eldsins á nokkrum klukkustundum. Forsetinn Narendra Modi lofaði aðstandendum fórnarlamba stuðningi stjórnvalda.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV