Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sellódeild Sinfó spilar óskalag frá Thor Aspelund

Mynd: SÍ / SÍ

Sellódeild Sinfó spilar óskalag frá Thor Aspelund

04.11.2020 - 17:00

Höfundar

Sælustraumar frá Hörpu með sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Óskalag þessarar viku kemur frá Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.

Streymið er á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem býður upp á tónlistarmola úr Norðurljósum í Hörpu meðan ekki er hægt að halda tónleika með áheyrendum.

Á föstudaginn telja fræknir jazztónlistarmenn frá Múlanum niður í fjörið og á laugardagsmorgnum fá krakkar á öllum aldri að fylgjast með ýmsum furðuverum sem finnast á kreiki í lokaðri Hörpu.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Sinfóníuhljómsveitin flytur óskalag frá gjörgæsludeild