Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Kófið er nú ekki alslæmt“

Mynd: RÚV / Stúdíó 12

„Kófið er nú ekki alslæmt“

04.11.2020 - 14:07

Höfundar

Tónlistarmaðurinn KK var gestur Ólafs Páls Gunnarssonar í Stúdíó 12 þar sem hann tók ný og gömul lög í bland og ræddi sköpunarferlið, tilurð laganna og lagði út frá textunum.

„Þessi brennandi brú er lífið,“ segir KK um samnefnt lag. „Ef þú ert heppinn lendirðu í krísum og verður að manni. Þetta er eldraunin. En lagið er svona sjálfsvorkunnarlag eins og mikið af þessum lögum eru, þegar maður er yngri. Lagið er um þegar maður brennir brýr að baki sér með slæmri hegðun.“

Mynd: RÚV / Stúdíó 12

KK segist hafa það ágætt í faraldrinum, hann tekur upp útvarpsþátt sinn á Rás 1 einu sinni í viku og er á fullu að semja nýtt efni. „Ég var að setja upp stúdíó heima til að taka upp. Kófið er nú ekki alslæmt, það eru margir komnir með ný gólf, þrífa gluggana hjá sér, skipta um gardínur og mála.“ Að sögn KK er kófið að breyta heiminum. „Við erum að koma upp úr reynslu með ný gildi og framtíð. Við getum ekki farið til baka í það sem var, ójöfnuð, stríð og fátækt. Ég held þetta færi okkur meiri jöfnuð, og jöfnuður sé svarið. Alltaf í svona krísum gerast byltingarkenndir hlutir, þá verða menn að taka upp vopn sem þeir hafa ekki notað áður.“

Mynd: RÚV / Stúdíó 12

Hann á erfitt með að útskýra hvernig lögin koma til hans. „Ég er alltaf með gítar í höndunum á sófanum. Svo kemur eitthvað, eitthvað flæði, og maður tekur það upp á símann, því annars man maður það ekki.“ Á næstu ári verða 30 ár frá útgáfu fyrstu plötu hans, Lucky One, og þá verður hún endurútgefin í viðhafnarútgáfu á vínyl og blásið til tónleika ef mögulegt er.

Mynd: RÚV / Stúdíó 12
KK var gestur Óla Palla í Stúdíó 12.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Það er allt svo leiðinlegt í Stúdíói 12

Tónlist

„Alfa Partý“ Apparat Organ Quartet í Stúdíó 12

Tónlist

Þeir háværustu sem heimsótt hafa Stúdíó 12

Tónlist

Teitur Magnússon ornar sér í Stúdíó 12