„Þessi brennandi brú er lífið,“ segir KK um samnefnt lag. „Ef þú ert heppinn lendirðu í krísum og verður að manni. Þetta er eldraunin. En lagið er svona sjálfsvorkunnarlag eins og mikið af þessum lögum eru, þegar maður er yngri. Lagið er um þegar maður brennir brýr að baki sér með slæmri hegðun.“