Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ekkert nýtt smit utan sóttkvíar á Norðurlandi eystra

04.11.2020 - 16:03
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
7 ný smit bættust við á Norðurlandi eystra eftir sýnatöku gærdagsins. Öll voru í sóttkví. Fimm þeirra eru á Akureyri, tvö á Dalvík. Öll sýni á skipinu Núpi BA sem var siglt í land í gær vegna veikinda skipverja voru neikvæð.

Hermann Karlsson hjá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir stöðuna mjakast í rétta átt. Kúrfan sé aðeins farin að hjaðna, það sé þó enn langt í land. 

Vegna veðurs var ekkert flogið í dag og það liggur fyrir að það verður ekkert flogið á morgun. Hermann segir sýnin keyrð suður að sýnatöku lokinni, það sé beðið eftir þeim í Reykjavík og niðurstöður sýna dagsins í dag ættu því að liggja fyrir um miðnætti.

Úlla Árdal
Fréttastofa RÚV