Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Var bjargað 91 klukkustund eftir skjálftann

03.11.2020 - 08:42
Erlent · Asía · Tyrkland
epa08794608 A handout photo made available by the Disaster and Emergency Management Presidency (AFAD) shows rescue workers taking care of four-year-old girl Ayda Gezgin as they pull her out of the rubble of a building 91 hours after it collapsed during a 7.0-magnitude earthquake, at Bayrakli district in Izmir, Turkey, 03 November 2020. At least 100 people died and more than 900 were injured when a strong earthquake hit the Aegean Sea on 30 October 2020.  EPA-EFE/AFAD / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Ayda Gezgin umkringd björgunarmönnum. Mynd: EPA-EFE - AFAD
Fjögurra ára stúlku, Ayda Gezgin, var í morgun bjargað úr rústum húss sem hrundi í Izmir í Tyrklandi á föstudag þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir vestanvert landið.

Ayda hafði verið föst í rústunum níutíu og eina klukkustund þegar henni var bjargað. Að sögn tyrkneskra fjölmiðla var hún  þegar í stað flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Í gær var þriggja ára stúlku bjargað úr rústum fjölbýlishúss í Izmir.

Yfirvöld greindu frá því í morgun að eitt hundrað hefðu fundist látnir eftir skjálftann í Tyrklandi, hátt í eitt þúsund hefðu meiðst og væru nærri 150 enn á sjúkrahúsi.