Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Forseti Íslands í sóttkví eftir smit á Bessastöðum

03.11.2020 - 18:16
Viðtal morguninn eftir kjördag.
 Mynd: Hjalti Haraldsson - RÚV
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn í sóttkví og verður fram til mánudagsins 9. nóvember, eftir að starsfmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forsetans nú undir kvöld.

Þar segir að starfsmaðurinn sé nær einkennalaus og að Guðni hafi heldur engin einkenni COVID-19. Aðrir í fjölskyldu forsetans þurfa ekki að vera í sóttkví.