Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Macron áfram mótmælt í Bangladess

02.11.2020 - 10:54
Asía · Bangadess · Frakkland · Evrópa
epa08792619 Members of the Hefazat-e-Islam Bangladesh during an anti-France protest at Baitul Mukarram Mosque as they march towards the French Embassy in Dhaka, Bangladesh 02 November 2020.The protest was held following French President Macron's remarks after the beheading of a teacher who had shown cartoons of the Prophet Muhammad to discuss the topic freedom of speech in class in France. Macron vowed his country would not give up publishing such cartoons which sparked protests all across predominantly Muslim countries.  EPA-EFE/MONIRUL ALAM
Kveiukt var í franska fánanum og myndum af Macron í Dhaka í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælum í Dhaka, höfuðborg Bangladess í morgun og beindust þau gegn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vegna ummæla hans um skopmyndir af spámanninum Múhameð. Lögregla segir að mótmælendur hafi verið að minnsta kosti 50.000.

Ummæli Macrons eftir morðið á Samuel Paty, sem fjallað hafði um skopmyndir af spámanninum í kennslustund, hafa víða vakið hörð viðbrögð í ríkjum múslima. Macron sagði þá að frönskum lögum yrði aldrei beitt í þá veru að banna slíkar myndir.

Mótmælin í Bangladess í morgun eru hin þriðju vegna málsins þar í landi og hin fjölmennustu til þessa.