Kveiukt var í franska fánanum og myndum af Macron í Dhaka í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælum í Dhaka, höfuðborg Bangladess í morgun og beindust þau gegn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vegna ummæla hans um skopmyndir af spámanninum Múhameð. Lögregla segir að mótmælendur hafi verið að minnsta kosti 50.000.
Ummæli Macrons eftir morðið á Samuel Paty, sem fjallað hafði um skopmyndir af spámanninum í kennslustund, hafa víða vakið hörð viðbrögð í ríkjum múslima. Macron sagði þá að frönskum lögum yrði aldrei beitt í þá veru að banna slíkar myndir.
Mótmælin í Bangladess í morgun eru hin þriðju vegna málsins þar í landi og hin fjölmennustu til þessa.