Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Lögregla vísaði grímulausum úr Strætó

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Vagnstjóri hjá Strætó óskaði eftir aðstoð lögreglunnar í gær. Þá hafði farþegi komið um borð í vagninn og neitaði sá að nota grímu. Lögreglan var því beðin um að vísa viðkomandi úr vagninum.

Þetta kemur úr yfirliti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefni síðustu vaktar. Þar kemur einnig fram tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi í austurbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Enginn reyndist alvarlega slasaður Þar sem tilkynningin þótti óljós og íbúar voru allir í sóttkví voru lögreglumenn allir settir í hlífðarbúnað fyrir verkefnið. 

Lögregla stöðvaði fjóra sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eitt þeirra ók gegn rauðu ljósi og á móti umferð við Álfabakka á öðrum tímanum í nótt.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV