
Hópuppsögnum fækkar
„Þar sem við höfum ekki fengið fleiri tilkynningar, held ég að það sé óhætt að draga þá ályktun að þetta hafi verið einu hópuppsagnirnar um mánaðamótin október-nóvember,“ segir Unnur. „Við hefðum væntanlega fengið tilkynningar í síðasta lagi á laugardaginn.“
Hópuppsagnirnar tvær, sem Vinnumálastofnun var tilkynnt um fyrir helgi, voru annars vegar í fyrirtæki í veitingageiranum og hins vegar í fyrirtæki í verslunarrekstri.
Um mánaðamótin september - október var Vinnumálastofnun tilkynnt um níu hópuppsagnir þar sem 324 manns misstu störf sín. Átta af þessum hópuppsögnum voru í ferðaþjónustu og ein í mannvirkjagerð.
Um mánaðamótin ágúst - september misstu 284 vinnu sína í fjórum hópuppsögnum og um mánaðamótin þar áður var alls 381 starfsmanni sagt upp í hópuppsögnum hjá fjórum fyrirtækjum.