Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Árás á háskólann í Kabúl

02.11.2020 - 13:26
epa08792859 Afghan security officials stand guard near the scene of an attack at Kabul University in Kabul, Afghanistan, 02 November 2020. At least 10 students were killed after gunmen stormed the University of Kabul.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti 25 féllu eða særðust í árás á háskólann í Kabúl í Afganistan í dag. Þrír menn voru að verki, að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins. Einn sprengdi sig í loft upp og tveir félagar hans réðust þá inn í skólann og létu skothríðina dynja á fólki. Eftir nokkurra klukkustunda umsátur skutu öryggisverðir árásarmennina til bana.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV