Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Tvö dáin og fimm særð eftir hnífaárás í Quebec

01.11.2020 - 07:18
epa08310228 Canadian federal police (RCMP) officer on guard at Roxham road at Saint-Bernard-de-Lacolle, Quebec, Canada, 20 March 2020. US President Donald J. Trump and Canadian Prime Minster Justin Trudeau announced on 20 March that the Canadian-US border will be closed to non-essential traffic to slow the spread of the COVID-19 coronavirus pandemic. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/ANDRE PICHETTE
 Mynd: epa
Minnst tvö eru látin og fimm særð eftir að grímuklæddur maður réðist á gangandi vegfarendur nærri þinghúsinu í miðborg kanadísku borgarinnar Quebec í nótt og lagði til þeirra með hnífi.

Árásin var gerð um miðnæturbil að staðartíma og lögregla í Quebec greindi frá því á twitter í nótt að maður á þrítugsaldri, grunaður um verknaðinn, hefði verið handtekinn laust fyrir klukkan eitt. Engu að síður hvatti lögregla borgarbúa til að halda sig inni og læsa dyrum sínum, þar sem rannsókn stæði enn yfir. 

Hrekkjavaka var í gærkvöld og margt grímuklætt fólk á ferli. Sjónarvottar greindu frá því að karlmaður, íklæddur einhverju sem líktist helst einhvers konar miðalda- eða samúræjabúningi, hefði ráðist að fólki, vopnaður sverði.