Lögreglan lýsir eftir Danielu Hagiu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti 31. október 2020 eftir Danielu Hagiu, 40 ára. Daniela er frá Rúmeníu.
 Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæ?
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Danielu Hagiu, 40 ára. Daniela, sem er frá Rúmeníu, er um 160 sm á hæð, með rauðbrúnt hár og blá augu. Hún er í svartri, síðri úlpu með miklum loðkraga á.

Síðast er vitað ferðir Danielu við heimili hennar á Laugavegi í Reykjavík síðastliðið miðvikudagskvöld.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Danielu, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. 

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV