Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Jota kom af bekknum og tryggði Liverpool sigur

epa08789688 Diogo Jota of Liverpool reacts  during the English Premier League soccer match between Liverpool FC and West Ham United in Liverpool, Britain, 31 October 2020.  EPA-EFE/Clive Brunskill / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Jota kom af bekknum og tryggði Liverpool sigur

31.10.2020 - 19:25
Þrír leikir voru spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Manchester City vann Sheffield United í fyrsta leik dagsins, Chelsea vann Burnley 3-0. Í Liverpool mættust svo Liverpool og West Ham United í leik sem heimamenn unnu.

Hakim Zyech, Kurt Zouma og Timo Werner sáu um markaskorun í öruggum sigri Chelsea þegar liðið vann Burnley 3-0.

Í Liverpool hófst fjörið strax tíundu mínútu var það Pablo Fornals sem kom West Ham yfir. 1-0. Áður en fyrri hálfleikur var á enda hafði Mo Salah krækt í vítaspyrnu fyrir Liverpool. Salah tók vítið sjálfur og skoraði og jafnaði í 1-1. Það var svo Diego Jota sem skoraði annað mark Liverpool á 85. mínútu, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, og tryggði liðinu stigin þrjú. 

Liverpool er því komið eitt á toppinn, þremur stigum á undan Everton sem á leik til góða.