56 smit og 39 í sóttkví

31.10.2020 - 11:01
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
56 smit greindust innanlands í gær og af þeim sem greindust voru 39 í sóttkví við greiningu. Fjórir greindust á landamærunum og átta bíða enn eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum frá því fyrr í vikunni.

Alls eru 979 í einangrun á landinu og 1.862 í sóttkví. 64 liggja inni og fjórir þeirra á gjörgæslu. 

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er nú 209,7 og nýgengi landamærasmita, sem hefur hækkað stöðugt síðustu vikur lækkar lítillega. 

1.687 sýni voru tekin innanlands í gær, nokkru færri en í fyrradag þegar greindust 75 smit, en svipaður fjöldi og daginn þar áður þegar greindust 42 smit.

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV