Í breyttum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar er lagt til að fleiri geti sótt um svokallaða tekjufallsstyrki til að bæta upp tap vegna minni tekna, og veita á viðspyrnustyrki í framhaldinu og fram á næsta ár. Þá hefur félagsmálaráðherra hafið undirbúning að framlengingu hlutabótaleiðarinnar.
„Ef við tökum til dæmis hlutabótaleiðina sem virðist eiga að framlengja núna fram á vorið. Það er ekki nema mánuður síðan ríkisstjórnin hafnaði tillögu um það í þinginu. Ríkisstjórnin verður að hætta að stunda bara viðbragsstjórnmál og fara að horfa lengra fram í tímann,“ segir Logi.