Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skipulagðar skimanir meðal starfsmanna Landspítala

29.10.2020 - 18:15
COVID-ástand á Landakoti
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso - Ljósmynd
Vegna hópsýkingar á Landakoti hefur verið ákveðið að skima starfsmenn Landspítalans með skipulögðum hætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans nú síðdegis. Þar er jafnframt greint frá því að smit sem tengjast hópsýkingunni með beinum hætti séu 126. Þar séu um að ræða 65 starfsmenn og 61 sjúkling.

Flestir sem hafa smitast voru á Landakoti, en einnig eru smit tengt Reykjalundi og Sólvöllum á Eyrarbakka. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði svo á upplýsingafundi almannavarna í dag að smit sem tengjast þessari hópsýkingu væru svo komin á þriðja tug. 

63 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum með COVID-19. Þrír þeirra eru á gjörgæslu og tvei rí öndunarvél. Alls hafa 125 þurft að leggjast inn í þriðju bylgju faraldursins.

57 starfsmenn Landspítala eru í einangrun og 242 starfsmenn eru í sóttkví. Nærri þúsund sjúklingar eru í eftirliti COVID-göngudeildar, þar af 168 börn.