Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Samsung stórgræðir á hremmingum Huawei

29.10.2020 - 06:29
epa08779522 A company flag is at at half mast in front of the Samsung Electronics headquarters in Seoul, South Korea, 28 October 2020. Lee Kun-hee, chairman of Samsung Electronics, died on 25 October, aged 78, after being hospitalized for six years following a heart attack in May 2014.  EPA-EFE/KIM HEE-CHUL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hagnaður suður-kóreska tæknirisans Samsung var nær helmingi meiri á þriðja fjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tekjur fyrirtækisins þessa þrjá mánuði námu 59 milljörðum Bandaríkjadala og hafa aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Er þetta einkum rakið til banns Bandaríkjastjórnar á viðskiptum við einn helsta keppinaut Samsung, kínverska fyrirtækið Huawei.

Sala á Samsung-snjallsímum jókst um helming og hagnaður af framleiðslu og sölu örgjörva jókst um 82 prósent frá fyrra ári. Nettóhagnaður fyrirtækisins frá júlíbyrjun til septemberloka var 8,3 milljarðar dala, jafnvirði 1.160 milljarða króna.

Græða á viðskiptabanni gegn Huawei

Í frétt AFP segir að þetta mikla stökk í tekjum Samsung megi að öllum líkindum fyrst og fremst rekja til þeirrar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar að banna sölu á vörum kínverska tæknirisans Huawei í Bandaríkjunum og boðuðum refsiaðgerðum gagnvart fyrirtækjum sem skipta við hann. Þannig hafi Huawei að öllum líkindum hamstrað örgjörva, ekki síst frá Samsung, til að draga úr áhrifum hins yfirvofandi viðskiptabanns. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV