Hönnunarmars 2021 fer fram í maí

Mynd með færslu
 Mynd: Miðstöð hönnunar og arkitekt - HA.is

Hönnunarmars 2021 fer fram í maí

29.10.2020 - 12:34

Höfundar

Borgarhátíðin HönnunarMars fer fram dagana 19-23. maí á næsta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Hönnunarmars, eins og nafnið gefur til kynna, fer undir eðlilegum kringumstæðum fram í marsmánuði en vegna yfirstandandi heimsfaraldurs hefur stjórn hátíðarinnar ákveðið að færa til dagsetningu hennar.

Hátíðin hefur áður þurft að grípa til ráðstafana vegna COVID-19 en hún fór síðast fram í júní. 

„HönnunarMars er 12 ára hátíð sem fæddist í miðju hruni og hefur frá upphafi verið boðberi bjartsýni, nýsköpunar og nýrra leiða,“ segir Þórey Einarsdóttir stjórnandi hátíðarinnar í tilkynningu. „Hátíðin mun halda áfram að koma inn með krafti, veita innblástur og gleði ásamt að varpa ljósi þann kraumandi skapandi kraft sem hönnunarsamfélagið hér á landi hefur að geyma. Við vitum hvorki hvað framtíðin ber í skauti sér né hvernig hátíðarhald verður en ljóst er að alltaf verður þörf á samtalinu. Því ber okkur skylda að halda ótrauð áfram. Það eru bjartari tímar fram undan, HönnunarMars 2021 verður með nýju sniði í takt við nýja tíma.“

 

Tengdar fréttir

Hönnun

„Magnað að sjá hvað hönnunarsamfélagið er öflugt“

Menningarefni

Lestarklefinn - Hönnun, Afsakanir og Gervais

Hönnun

Miklir möguleikar í textíl

Hönnun

Selir, timbur og 1.200 skópör á Hönnunarmars