Yfir 70 milljónir hafa þegar kosið í Bandaríkjunum

epa08777944 Washington DC residents read a sample ballot as they line up to cast their ballots for the 2020 presidential election at the Nationals Park Super Vote Center at Nationals Park in Washington, DC, USA, 27 October 2020. Today is the first day of early voting in Washington, DC.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir 70 milljónir hafa þegar greitt atkvæði í bandarísku forsetakosningunum, þegar vika er til kjördags. Þetta samsvarar rúmlega helmingi allra þeirra sem kusu í kosningunum 2016.

Þetta kemur fram á vef Bandarísku kosningarannsóknastofunnar, sem tekur saman öll helstu tölfræðigögn um kosningar vestra. Um 47 milljónir hafa sent atkvæði sitt í pósti en 23 milljónir skilað því á kjörstað eða í þar til gerða kjörkassa í eigin persónu.

Vísbending um mögulega metkjörsókn

Þessi mikla þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu er einkum talin stafa af því, að fólk vilji forðast biðraðir og mannþröng á kjördag vegna kórónuveirurfaraldursins. Þá er þetta talið benda til þess að heildarkjörsókn gæti orðið meiri en hún hefur verið í forsetakosningum vestanhafs í meira en hundrað ár.  

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV