Skoska lögreglan hefur stöðvað yfir 3.000 heimasamkvæmi

28.10.2020 - 05:20
epa08511966 Police face a downpour in George Square after reports of another loyalist demonstration in Glasgow, Scotland, Britain, 27 June 2020, but there was no attendance by demonstrators.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: epa
Skoska lögreglan hefur að undanförnu leyst upp hundruð samkvæma í heimahúsum í viku hverri, þar sem þau brjóta í bága við strangar sóttvarnareglur landsins. Þær kveða meðal annars á um bann við öllum heimsóknum í heimahús, með örfáum undantekningum þó. Þær undantekningar ná þó ekki til partístands og glasaglaums.

BBC greinir frá því að alls hafi skoskir lögreglumenn farið í rúmlega 3.000 útköll vegna heimasamkvæma frá því seint í ágúst, þegar lögregla fékk nýjar, sóttvarnatengdar valdheimildir til að blanda sér í heimilis- og skemmtanalíf borgaranna með þessum hætti. Yfir 420 sektarboð hafa verið gefin út vegna þessa síðan reglurnar tóku gildi og 83 verið handtekin. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV