Kvöldfréttir: COVID og Kári Stefánsson í Kastljósi

28.10.2020 - 18:47
Tillögur að nýjum sóttvarnaaðgerðum eru væntanlegar frá sóttvarnalækni á morgun eða hinn, en hann segir stöðuna hafa versnað frá í síðustu viku. Verði þær hertar komi til greina að færri en tuttugu manns megi koma saman.

Þetta var eins og í hryllingsmynd, segir eigandi sex hunda sem drápust í eldsvoða í Kópavogi í gær. Hún heyrði angistaróp hundanna en gat ekkert gert. Fjórir hundar lifðu eldsvoðann af.

Vandinn er alvarlegur þegar þú þarft að horfa í augun á deyjandi börnum og getur ekkert gert til að hjálpa þeim, segir læknir í Jemen. Hjálparsamtök segja stöðuna aldrei hafa verið verri. 

Mun fleiri leita til hjálparsamtaka í ár en undanfarin misseri. Fólk segist kvíða fyrir jólunum. Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands kallar eftir að ríkið létti undir með þeim sem verst standa fyrir jólin.

RARIK á Austurlandi prófar nú nýtt torfærutæki sem fer yfir land án þess að valda skemmdum. Stundum liggja raflínur um algjörar ófærur og þyrlu þurfti til að toga streng upp á fjallsbrún í Mjóafirði.

Rætt verður við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um stöðu faraldursins, hertar aðgerðir og ýmislegt fleira í Kastljósi í kvöld. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV