Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Hundarnir fjórir braggast vel

28.10.2020 - 15:39
Hundar sem var bjargað úr eldsvoða
 Mynd: Slökkviliðið á höfuðborgar - Facebook
Fjórir hundar, sem bjargað var meðvitundarlausum úr brennandi húsi í Kórahverfi í Kópavogi í gær, braggast vel. Sex hundar drápust í brunanum.

Greint er frá líðan hundanna á facebooksíðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

„Þegar dýrunum var bjargað meðvitunarlausum var þeim gefið súrefni og öndunarbelgir nýttir til að hjálpa þeim að anda. Í kjölfarið voru þeir fluttir á dýraspítala. Því miður létust 6 hundar í brunanum,“ segir í færslu á facebooksíðu slökkviliðsins og þar eru líka birtar myndir af hundunum.

„Við fengum þær góðu fréttir í dag að þeir væru að braggast vel,“ segir í færslunni.

Eldurinn kom upp um miðjan dag í gær. Rannsókn tæknideildar lögreglu á eldsupptökum lauk í morgun og var niðurstaða hennar að eldurinn hefði kviknað út frá lampa.

 

 

Hundar sem var bjargað úr eldsvoða

Hundarnir voru meðvitundarlausir þegar þeim var bjargað.

Hundar sem var bjargað úr eldsvoða

Hundarnir braggast vel.